Tuesday 24 May 2016
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Veiðin í Hlíðarvatni í Selvogi hefur verið afburðargóð nú í maí og ekki er ólíklegt að heildarveiði sé komin í um helming þess sem hún var í heild sumarið 2015. Mikið hefur veiðst af vænum bleikjum, 50-60cm en uppistaðan er smærri bleikja, í kringum 30cm. Veiðistaðir eins og Skollapollar, botnavík, Hlíðarey og Mosatangi hafa verið að gefa vel. Peacock, Krókurinn, taylorinn og fleiri klassískar bleikjuflugur hafa verið að gefa vel. Ekki eru margir lausir dagar í mai og júní inni á veiða.is en nóg er laust í júlí. Innifalið í verðinu er veiðileyfi fyrir 2 stangir og afnot af húsi veiðifélags Árbliks í einn sólarhring. Sjá verð og lausa daga hérna.

Print

Nú eru veiðileyfi á Borgarsvæðið á vesturbakka Hólsár komin inná veiða.is. Borgarsvæðið er afar gjöfullt veiðisvæði sem er neðarlega í vatnakerfi Rangánna. Um svæðið gengur gríðarlega mikið af laxi sem er á leið uppí Ytri og Eystri Rangá en á svæðinu stoppar einnig mikið af fiski sem er þar yfir sumarið. Á haustin veiðist einnig þar töluvert af sjóbirtingi. Veitt er á 4 stangir á Borgarsvæðinu og eru stangirnar seldar í einum pakka í 2 eða 3 daga. Leyfilegt agn er fluga frá opnun og fram til 3. sept, en eftir það má einnig veiða á maðk og spún. Hérna má sjá lausa daga á Borgarsvæðinu.

Print

Í dag var fyrsti veiðidagurinn í Hlíðarvatni við Selvog og með sanni má segja að vatnið hafi tekið vel á móti veiðimönnum. Hér á veiða.is má finna veiðileyfi í vatnið frá veiðifélaginu Árbliki en það ræður yfir 2 stöngum af 14 við vatnið. Veiðimenn Árbliks sem voru við veiðar í dag náðu 52 bleikjum og 1 sjóbirtingi sem er aldeilis ótrúlega góð veiði. Stærsta bleikjan var 2kg. Mesta veiðin var við Austurneshólma og í Skollapollum og var það Engjaflugan og taylor sem gáfu best. Frábær byrjun á veiðitímabilinu.

 

Print

Risa fiskur Stefáns hjaltested frá 2014Veiðitímabilið í Hlíðarvatni í Selvogi hefst á morgun, 1. maí. Fimm veiðifélög skipta veiðinni í Hlíðarvatni á milli sín, en leyfðar eru 14 stangir í vatninu á hverjum degi. I Hlíðarvatni veiðist fyrst og fremst bleikja en síðustu vor hefur einnig borið á sjóbirtingi í afla veiðimanna. Leyfð er veiði á flugu og spún. Hér inni á veiða.is má finna veiðileyfi á frá veiðifélaginu Árbliki en félagið á rétt á veiði á 2 stangir í vatninu. Hér má finna lausa daga í sumar. Innifalið í verðinu er veiðileyfi fyrir 2 stangir og einnig afnot af veiðihúsinu í 1 sólarhring.

Print

Veiðin er farin af stað, bæði í Þingvallavatni og Elliðavatni. Í gær var fyrsti veiðidagurinn á mörgum svæðum við Þingvallavatn, þar á meðal í Þjóðgarðinum. Veðrið var ekki til að hrópa húrra fyrir í gær, að minnsta kosti framan af degi, suð-vestan 10-15m/s og gekk yfir með hríðarbyljum. Þegar leið á daginn þá lægði og þá fóru fréttir að berast af fyrstu urriðum ársins. Meðal annars kom þessi 76cm hængur á land hjá Bjarka Má Jóhannssyni. Stærstu fiskarnir sem við heyrðum af voru um 80cm langir.

Print

Nú styttist óðfluga í fyrsta almenna veiðidaginn við Þingvallavatn þessa vertíðina, 20. apríl. Það er ljóst að margir veiðimenn hafa hug á að reyna við urriðann á miðvikudaginn en einnig á fimmtudaginn sem er almennur frídagur. Þó svo að margir munu ekki láta veðrið stoppa sig, þá er allt í lagi að kíkja á spána fyrir þessa daga. Á miðvikudaginn er gert ráð fyrir suðvestan og vestan 8-13 m/s og slydduéljum og hita á bilinu 1-4°. Á fimmtudaginn er gert ráð fyrir svipuðu veðri, en þó þurru að mestu leyti.

Print

Fimmtudaginn næstkomandi þann 14. apríl fer fram í 6. sinn RISE veiðisýningin, Stærsti fluguveiðiviðburður ársins. Þessi árlega hátíð hefur skapað sér stóran sess á meðal íslenskra stangveiðimanna og fyrir marga markar hún upphaf stangveiðitímabilsins í íslenskum ám og vötnum. Á síðasta ári var slegið met í mætingu þegar að ríflega sjöhundruð manns mættu að horfa á veiðibíó og er það líklega einhver mesta mæting á sambærilegan viðburð í heiminum.

12 202,39 ISK hvert stk Veiðivesti frá Seland - Sítt

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443

Munið að skrá ykkur á póstlista veiða.is - hérna efst hægra megin á síðunni.

Ath - leyfin í Brúará eru komin inná vefinn