Nýjustu fréttir

  • Blanda

Blanda IV – Laus holl.

17. mars 2024|0 Comments

Við vorum að setja inná vefinn nokkur laus holl í Blöndu IV Svæði IV í Blöndu  er gríðarfallegt og hefur veiðin, sum sumrin, verið hreint út sagt mögnuð. Vatn Blöndu er á þessu svæði blátært og veiðisvæðið mjög svo ólíkt því neðra, fallegir nettir hyljir, gljúfur, gyl og veiðilegar breiður. Á þessu svæði fara nettari flugustangir vel:

  • Svartá Svartárdal

Svartá í Húnavatnssýslu – 2 holl laus

14. mars 2024|0 Comments

Svartá í Húnavatnssýslu, í Svartárdal er gullfalleg fluguveiðiá. Svartá rennur í Blöndu í Langadal og er áin líkt og Blanda þekkt fyrir væna laxa. Veiðisvæðið byrjar við veiðistaðinn Gullkistu en þar rétt fyrir ofan er Ármót sem hefur verið aflahæsti veiðistaðurinn í Svartá ár eftir ár. Þar ræður reyndar vatnshæð Blöndu mestu um. Efsti veiðistaðurinn á Laxasvæðinu

Hvítá og Brúará við Skálholt komin á vefinn

13. mars 2024|0 Comments

Skálholtssvæðin í Brúará og Hvítá komu í sölu fyrir 3 árum - svæðin voru í einkanýtingu og lítið almenn þekking var á helstu stöðum - frá því að svæðin  komu í sölu, þá höfum við svæðið verið kortlagt og ágætis þekking byggst upp, þó enn megi gera betur. Brúarársvæðið nær frá Spóastaðasvæðinu að neðanverðu og niður undir

Tangavatn við Galtalæk – nýtt veiðisvæði á veiða.is

4. mars 2024|0 Comments

Tangavatn er lítið manngert vatn skammt frá bænum Galtalæk II í Rangárvallarsýslu, í um 115 km fjarlægð frá Reykjavík, en rúmlega 30 km fjarlægð frá þjóðvegi 1, beygt upp veg nr.26. Á Galtalæk II er/var eldisstöð frá fiskeldinu í Fellsmúla, þar sem hinn víðfrægi ísaldarurriði er alinn upp áður en honum er sleppt í Veiðivötn, en einnig

Silungasvæði Miðfjarðarár – hér eru lausir dagar 2024

29. febrúar 2024|0 Comments

Lausir dagar á Silungasvæði Miðfjarðarár eru nú komnir á netið hjá okkur. Svæðið hefur verið í sölu á vefnum í nokkur ár, og yfirleitt selst nánast upp. Verði er stillt í hóf en dagurinn, 3 stangir með aðgang að húsi, er á kr. 65.000. Á svæðinu veiðist bleikja, urriði, sjóbirtingur og lax. Hérna má finna lausa daga.  

  • Brúará

Brúará, Spóastaðir – veiðileyfin eru hérna

28. febrúar 2024|0 Comments

Brúará hefur í mörg ár verið ein vinsælasta silungsveiðiá landsins. Við vorum að setja inná vefinn, leyfi fyrir landi Spóastaða en einnig eru leyfi  fyrir landi Skálholts hér á vefnum. Verð veiðileyfa í sumar á Spóastaðasvæðið er kr. 5.000 - óbreytt milli ára. Veitt er að hámarki með 8 stöngum hvern dag og er leyflegt agn, fluga

Ölfusá við Selfoss – Vorveiði komin á vefinn

27. febrúar 2024|0 Comments

Austurbakki Ölfusár við Selfoss 2ja stangar svæði. Vorveiðin er komin á vefinn. Veiðisvæðið - Efri mörk svæðisins eru rétt fyrir neðan Sjúkrahúsið á Selfossi. Neðri mörkin við enda byggðarinnar, að sunnanverðu. Þar má sjá klett sem markar enda svæðisins. Aðal veiðisvæðið nær frá horni, sunnan við kirkjugarð Selfossbæjar, og um 600 metra neðar. Svæðið er í landi

Hópið – dagleyfin og sumarkortin komin í sölu

21. febrúar 2024|0 Comments

Veiðileyfi í Hópið eru nú komin á vefinn hjá okkur fyrir komandi tímabil. Hópið er fimmta stærsta náttúrulega vatn landsins og gætir þar flóðs og fjöru, misjafnt þó. Á mikilli fjöru stendur Þingeyrarif vel upp úr og skiptir vatninu nánast í tvennt þó alltaf skorti eitthvað upp á að það nái vesturbakkanum, en endi rifsins er nokkuð

Vorveiði í Bíldsfelli,Sogið – Bleikja og birtingur

15. febrúar 2024|0 Comments

Vorveiði - Bíldsfell Vorveiðin hefst í Bíldsfelli í Soginu  10. maí. Sogið er þekkt fyrir sínar flottu bleikjur og vorið er góður tími til að hitta á hana í Bíldsfellinu og einnig á Torfastöðum í Soginu. Um leið og hlýnar og lífríkið fer af stað, þá fer verður bleikjan virk í fæðisleit. Veiðin hefst á miðju vori