Saturday 22 Oct 2016
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Ytri Rangá er að sjálfsögðu þekkt fyrir það að vera aflahæsta á landsins, nú undanfarið, ár eftir ár. Í gegnum tíðina hefur hún einnig verið þekkt fyrir góðar smálaxagöngur en síðustu árin hefur stórlaxi einnig fjölgað mikið í ánni og til marks um það þá hafa nokkrir laxar um og yfir 100 cm veiðst í ánni í sumar, sá stærsti 104 cm langur en hann er hér á myndinni til hliðar. Ýmsir veiðimenn sem veitt hafa ána í sumar hafa sagt sögur af risum sem hafa sloppið eftir langa eða snarpa baráttu og menn vita af stórum drekum sem liggja í sínum holum á Rangarflúðunum, Stallmýrarfljóti og í Djúpósnum, en fyrir ofan Árbæjarfoss eru einnig nokkrir alvöru fiskar.

Print

Lax af jónsbreiðu frá því í haustNú eru aðeins örfáir dagar eftir af þessari veiðivertíð og í raun, flest veiðisvæði nú þegar lokuð fyrir veiði. Hér inni á veiða.is má þó finna laus veiðileyfi í Ytri Rangá og í sjóbirtingsveiði í Laxá og Brúará. Veíðin í Ytri Rangá hefur verið fín í október, frá ca. 10-75 löxum á dag. Flesta daga eru þó veiðin á bilinu 25-40 laxar. Veiðin í Laxá og Brúará hefur verið góð í haust og nú þegar er veiðin orðin mun meiri heldur en í allt fyrra haust. Hérna má finna dagsetningar og verð fyrir þessa lausu daga.

Print

Nú er aldeilis farið að hilla undir lok veiðitímabilsins. Sumar laxveiðiár hafa lokað nú þegar og einungis nokkrir dagar eftir hjá öðrum. Við viljum samt vekja athygli á nokkrum lausum dögum - Hvolsá og Staðarhólsá: Nú hefur rignt vel í dölunum og laxinn sem legið hefur í lóninu fyrir neðan árnar er að mestu genginn upp í þær núna. Lausir dagar á næstunni, verð kr. 20.000 á stangardaginn.

Print

Ytri Rangá er lang atkvæðamesta laxveiðiá landsins þetta veiðitímabilið, ef litið er til fjölda landaðra laxa. Nú 3ja september þá lauk "fly only" tímabilinu í ánni og frá og með hádegi þann dag er leyfilegt að nota einnig spún og maðk. Síðan þessi breyting var gerð hefur hátt í 600 löxum verið landað og á fyrstu vaktinni e. þessa breytingu komu 186 laxar á land. Ytri er svo gott sem uppseld fram yfir miðjan október en þó er ein laus stöng á tímabilinu 11-17. september. Hægt er að bóka 1 eða fleiri daga frá hádegi til hádegis. Sjá hér.

Print

Sjóbirtingsveiðin fer mjög vel af stað og mikið af birtingu var kominn uppí árnar og t.d. á veiðisvæði Vatnamótanna, strax uppúr miðjum ágúst. Aflahroturnar hafa stundum verið svakalegar í Vatnamótunum undanfarna daga og dæmi um holl sem var með uppí 99 fiska. Flestir þeirra voru á bilinu 3-7 pund, en margir stærri fiskar, margir um og yfir 80 cm langir. Þennan 80 cm hæng veiddi Gunnar Valdimarsson í vikunni. September mánuður er fullbókaður í Vatnamótunum en það eru 2 laus holl í byrjun október, sjá hér.

info at veida.is

Print

Fram undan er lokaspretturinn á veiðitímabilinu. Hér að neðan má sjá nokkrar laxveiðikosti sem vert er að skoða:
Ytri Rangá
31/8-2/9. Forfallastangir, 2 stangir. Listaverð 135þ
11-17. sep. Forfallastöng. Listaverð 90-70þ
október - nokkrar lausar stangir. Verð kr. 25.000 stangardagurinn.

Print

Vatnsá er 2ja stanga á sem rennur úr Heiðarvatni sem er fyrir ofan Vík í Mýrdal. Bæði veiðist vel af laxi og sjóbirtingi í ánni á haustin og getur birtingurinn orðið mjög vænn. Mikið af sjóbirtingi stærri en 65cm veiddist í ánni og vatninu síðasta haust og svo það sama er uppi á teningnum nú í haust. Nokkur holl eru laus í Vatnsá nú í september og eitt núna í ágúst og eitt í október. Hérna má sjá þessi holl, verð og dagsetningar.

6 900,00 ISK hvert stk Veiðikortið 2016

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443

Munið að skrá ykkur á póstlista veiða.is - hérna efst hægra megin á síðunni.