Þá hefur opnunarhollið þetta sumarið lokið störfum sínum við Ytri Rangá. Veiðin fyrsta daginn var ævintýraleg þegar um 120 laxar veiddust. Síðan fylgdu 2 dagar sem gáfu í kringum 70 fiska. Lokatalan var 255 laxar og af þeim voru margir á bilinu 90-97 cm og ótal margir yfir 80 cm. talið er að aldrei í sögu Ytri Rangár, hvað þá annarar laxveiðiár á Íslandi, hafi veiði byrjað jafn vel og þetta sumarið í Ytri. Framundan er svo sannarlega áhugavert laxveiðisumar hér á landi.