Nú heyrast færri urriðaveiðisögur frá Þingvallavatni, en áður, en bleikjusögunum fjölgar. Flottar bleikjur hafa verið að veiðast að undanförnu víðsvegar um vatnið. Bleikjuna hér til hliðar veiddi Sigurður Grímsson í vatninu nú á þriðjudaginn. Tók hún fluguna Hrafna sem Valdemar Friðgeirsson hnýtti. Fleiri flottir fiskar hafa verið að veiðast eins og sést hér að neðan. Ásgeir Ólafsson fór aftur í vatnið og náði í 6 flottar bleikjur og svo kíkti Eiður Valdemarsson einnig í vatnið og náði flottri bleikju á Svörtu Perluna. Fyrir þá sem ekki eru enn búnir að ná sér í Veiðikortið 2014, þá er hægt að gera það hérna.

 

{gallery}T1{/gallery}

[email protected]