Í vikunni sögðum við frá risa sem kom á land í Vatnsdalsá, 99cm hæng sem Björn K Rúnarsson veiddi í Torfuhvammshyl. Nú í dag kom svo einn af fiskum sumarsins á land í Vatnsdalnum, 106 cm Hrygna sem Nils Folmer veiddi í Krubbu á Green Brahan nr. 14. Magnaður fiskur, bjartur og mjög þéttur. Í hátt í 20 ár hefur það verið regla í Vatnsdalnum að öllum laxi sem veiðist sem skal sleppt aftur í ána, sé þess nokkur kostur. Þessi flotta hrygna fékk að synda aftur útí hylinn að lokinni myndatöku.
Þessar fréttir nú í vikunni af stórlöxum í Vatnsdalnum verða ekki þær einu sem við heyrum þaðan nú í sumar og haust. Stórlaxatíminn er rétt að byrja. Hægt er að fylgjast með fréttum úr Vatnsdalsá inni á vatnsdalsa.is.