Veðráttan hefur haft sín áhrif á veiðina í Brúará þennan apríl mánuð. Nokkuð mikið vatn hefur verið í ánni og erftt hefur verið að finna bleikjuna, eða amk. að fá hana til að taka. Við höfum þó heyrt af fínum dögum inná milli og einn þeirra var í dag. Árni Kristinn Skúlason var við veiðar og fyrir ofan fossinn Dynjanda hitti hann á bleikju í flottu tökustuði. Eftir að hafa náð einum urriða um pundið, fyrir neðan foss, þá náði hann 2 vænum bleikjum fyrir ofan foss, 51cm og 60cm löngum. Hann setti einnig í fleiri bleikjur og allar tóku þær Ölmu Rún #14.

Það er laust í Brúará á næstu dögum og fram til loka maí mánaðar kostar stöngin pr. dag kr. 2.700. Sjá nánar hérna.

[email protected]