Nú þegar jólin nálgast, þá gleður það hjarta veiðimannsins að vita að á næstu dögum kemur út glæsileg bók um Vatnsdalsá. Eins og segir í inngangi bókarinnar, þá „er ferðast með ljósmyndum upp með Vatnsdalsá, frá söndunum við hafið og Húnavatn, um ræktað land og frjósamt, frá ósi upp á heiðar, þar sem áin fellur í tignalegum fossum niður í dalinn“. …. „Í köflum bókarinnar mætast frásagnir af náttúru og Íslendingasögum, bændum, leigutökum og veiðimönnum, í fortíð og nútíð.“
Það verður ekki amarlegt að halla sér að þessari bók á jóladag.
Ritstjórar bókarinnar um Vatnsdalsá voru þeir Einar Falur Ingólfsson, Sigurður Árni Sigurðsson og Þorsteinn J.
Þessa glæsilegu bók ættu allir sannir stangveiðimenn að „panta“ sér í jólagjöf.
{gallery}vatnbok{/gallery}