Fréttatilkynning
Bráð ehf., Veiðihorninu hefur verið falin dreifing á Sage, Rio og Redington á Íslandi en þessi þrjú systurmerki eru án efa meðal þeirra þekktustu í fluguveiðiheiminum.
Undanfarin ár hafa framleiðendur þessara vara selt beint til „viðurkenndra söluaðila“ eða „authorized dealers“ en á síðasta ári var ákveðið að breyta frá þessu fyrirkomulagi á nokkrum mörkuðum og fækka tengiliðum en velja einn aðila til þess að sjá um merkin, markaðssetningu þeirra og dreifingu auk þjónustu á hverjum markaði fyrir sig og var leitað til Veiðihornsins í þeim tilgangi.
Við vonumst til þess að þjónusta við aðdáendur þessara merkja verði enn betri hér eftir en áður með breyttu fyrrikomulagi.
Bæði stefnum við að því að eiga mun breiðari línu frá Sage, Rio og Redington á lager auk þess sem sölustöðum þessara merkja mun fjölga en nú þegar hafa bæst við þrír nýir sölustaðir.
Í fyrsta skipti í mörg ár fást nú Sage flugustangir á Akureyri en Matthías í Veiðivörum á Akureyri hefur hafið sölu á Sage stöngum. Til viðbótar við Veiðivörur á Akureyri fást Sage flugustangir nú einnig hjá Júlíusi í Flugukofanum í Keflavík auk þess sem Örn í Útilífi hefur tekið inn línu af Sage flugustöngum. Viðskiptavinir þessara verslana geta því nú loksins fengið úrval af Sage flugustöngum í sinni veiðibúð.
Þá eru örfáir fleiri sölustaðir til skoðunar.
{gallery}oli{/gallery}
Sage er án efa vinsælasta flugustangamerkið á markaðnum enda stangirnar orðlagðar fyrir gæði og skemmtilega virkni. Allar Sage flugustangir eru handgerðar á Bainbridge eyju fyrir utan Seattle í Bandaríkjunum. Allar Sage flugustangir eru með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda. Meðal vinsælustu flugustanga frá Sage má nefna Sage ONE, Sage Circa, Sage Approach og Sage Response.
Rio er einn af þekktustu framleiðendum flugulína í dag. Rio framleiðir ekki bara undir Rio heitinu því flestar af skandinavísku flugulínunum sem notið hafa vinsælda á Íslandi undanfarin ár eru einmitt framleiddar hjá Rio. Hjá Rio býr því gríðarleg reynsla og þekking. Rio flugulínur eru framleiddar í Idaho Falls, Bandaríkjunum. Meðal vinsælla flugulína má nefna Rio Outbound, Rio Gold, Rio Grand og Rio Scandi Short Versi Tip.
Redington er hratt rísandi merki í fluguveiðiheiminum í dag. Vandaðar vöðlur, jakkar, stangir og hjól má finna undir Redington merkinu. Óhætt er að segja að þegar búnaður með Redington merkinu er keyptur fáist mikið fyrir lítið. Allar stangir, hjól, vöðlur og veiðifatnaður er hannað og þróað í höfuðstöðvunum í Seattle en framleitt í Asíu. Meðal vinsælla vara frá Redington má nefna saumalausu vöðlurnar sem þeir voru frumkvöðlar í Sonic Pro svo og Crosswater fluguveiðisettin.