Nú er veiðitímabilið farið af stað þótt veðráttan sé ekki endilega með veiðimönnum í liði. Mörg veiðisvæði „opnuðu“ þann 1. apríl, þar á meðal Brúará.

Við heyrðum í honum Vigni Arasyni sem kíkti í Brúará í morgun, Spóastaðasvæðið – hann stoppaði í um 3 tíma. Byrjaði niðri á Breiðabakka og fikraði sig síðan upp eftir, og fór nú ekki ofar en Ferjunefið á þeim stutta tíma sem hann stoppaði. Veðrið var gott þegar hann mætti en síðar fór að blása og snjóa. Hann var strax var við fisk á Breiðabakka og landaði einni 49cm bleikju þar á Peacock nr 10.  Áður en hann hélt heim, rétt eftir hádegi, landaði hann svo annari bleikju fyrir ofan brú. Sú tók Krókinn nr 12.

Það er gott að heyra að bleikjan er komin á stjá í Brúará, – skv veður.is er vatnsmagn í ánni mjög gott fyrir veiðimenn en hitastig árinnar var ekki nema tæplega 3 gráður.

Hérna er hægt að bóka leyfi á Spóastaðasvæðið.

Hér eru nokkrar myndir frá ánni frá því í dag.