Við höfum í nokkur skipti í sumar kíkt í veiðibókina í Brúará fyrir landi Spóastaða. Það gerðum við einnig nú 16. ágúst.

 

 

Þann 16. ágúst höfðu samtals 168 bleikjur verið skráðar í bókina á Spóastöðum. Að öllum líkindum má bæta nokkuð mörgum bleikjum við þá tölu, ef marka má þær sögur sem ganga um vanskráningu á svæðinu. Fjórir laxar höfðu verið skráðir í sumar en um daginn greindum við fá því að fyrstu laxarnir veiddust í kringum 13. júlí. Að auki hafa um 10 urriðar, bæði staðbundnir og sjógengnir, veiðst á svæðinu.

Frá því að veiði hófst í ánni þann 1. apríl í vor hefur ástundun svæðisins verið mjög gloppótt. Þeir eru líklega færri dagarnir þar sem einhver hefur staðið við ánna við veiðar, heldur en hinir þar sem engin hefur verið á svæðinu. Ágæt ástundun var í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi en síðan þá eru fáir búnir að líta við. Veitt er til 28. september að Spóastöðum.