Brunná er í Öxarfirði. Í Brunná veiðist bæði staðbundinn urriði og bleikja en einnig er von á sjóbirtingi þegar líður á sumarið. Umhverfi árinnar er rómað fyrir nátturufegurð og fuglalíf. Veitt er á 3 stangir í Brunná og eina leyfilega agnið er fluga. Veiðin hefur verið mjög góð í sumar og holl sem lauk veiðum í vikunni var með 34 fiska eftir 5 vaktir, margar bolta bleikjur. Þetta sama holl hefur veitt í ánni í mörg ár og aldrei fengið jafn góða veiði.

Í heild eru komnir um 270 fiskar úr Brunná og sá lengsti er 70 cm. Í sumar hefur meira veiðst af urriða en oftast áður en hann er einnig mjög vænn. Vatnsbúskapur í ánni hefur verið fínn og í góðu jafnvægi. Hollið sem við nefndum áður var með nokkrar bleikjur í kringum 4-5 pund. Eftirminnilegasta bleikjan var líkleg sú sem slapp eftir 20 mín baráttu, hún sleit 10 punda taum. Þeir sem sáu hana voru öruggir á að hún er ekki undir 9 pundum.

[email protected]