Vorið í vor var mjög eftirminnilegt í Þingvallavatni fyrir þær sakir að mikið af stórum urriða kom á land. Sumarið hefur ekki síður verið eftirminnilegt fyrir þær sakir en ólíkt því sem oft hefur verið áður, þá veiðast vikulega flottir urriðar,stórir sem smáir. Þessa hér veiddi Dagfinnur Þorvarðarson í gær við Arnarfellið.
{gallery}thing{/gallery}
Þessir flottu urriðar voru ca. 7 og 13 pund. Létu þær appelsínugulan nobbler og flæðamús glepja sig í stutta stund. Að myndatöku lokinni fengu þeir að fara aftur útí vatnið.