Hausveiðileyfi í Eystri Rangá eru núna komin á vefinn – Eystri Rangá er eins og flestir vita, ein albesta laxveiðiá landsins. Ýmsar breytingar hafa verið kynntar fyrir Eystri Rangá, fyrir komandi veiðisumar. Stærsta breytingin er að einungis verður veitt með flugu frá upphafi vertíðar í júní og fram undir lok ágúst. Núna má finna september og október daga í Eystri Rangá inni á veiða.is. Í byrjun september er fyrirkomulagið það sama og í september undanfarin ár: veiðimenn bóka föst veiðisvæði, 2 stangir seldar í pakka.

Frá 16. sept fækkar stöngunum í 12 sem veitt er með og svæðin verða 4 talsins þegar hefðbundin svæði verða sameinuð sbr. Svæði 1 og 2 verður svæði 1. Svæði 3 og 4 verður svæði 2. svæði 5 og 6 verður svæði 3 og svæði 7, 8 og 9 verður svæði 4. Þessi svæðaskipting verður út tímabilið og veiða menn 2 svæði á hverjum degi og geta því á 2 dögum farið yfir alla ána. Sjá lausa daga hérna.

Þessi nýja svæðaskipting sem fyrst var kynnt til leiks í júní veiðinni fyrir 2 árum, hefur mælst gríðarlega vel fyrir. Á tveimur dögum fara veiðimenn yfir alla ána og rýmra er um menn, þar sem einungis er Veitt með 12 stöngum í stað 18.