Veiðin í Brúará virðist vera komin á fullt. Vænar bleikjur eru að veiðast og bæði vanir og óvanir í ánni, eru að setja í hana. Um 50 bleikjur eru komnar á land á Spóastöðum síðustu 5 daga og nokkrar þeirra mjög vænar. Það eru lausar stangir í Brúará í dag og á morgun en helgin er seld. Bleikjuna hér til hliðar veiddi Gunnar Már Kristjánsson í Brúará í kringum síðustu helgi. Kristján Geir Gunnarsson heldur á henni hér til hliðar. Alvöru kusa þarna á ferð. Þeir misstu einnig fleiri vænar bleikjur þennan dag.