Fossá í Þjórsárdal er falleg lax og silungsveiðiá sem rennur í efri hluta Þjórsár. Laxasvæði Fossár nær frá Hjálparfossi að ármótum við Þjórsá og er svæðið eitt samfellt veiðisvæði. Veitt er af báðum bökkum árinnar og leyflilegt agn er fluga. Öllum fiski er sleppt aftur á svæðinu. Besti tíminn á þessum svæði er þegar kemur inní ágúst og síðan allt til loka veiðitímans. Veiða.is kíkti við á svæðinu í vikunni og setti í nokkra bolta fiska.
Laxinn gekk seint í Fossá þetta sumarið. Það var ekki fyrr en eftir nokkra rigningadaga nú í ágúst sem hann fór að sýna sig í ánni. Svæðið geymir nokkra gullfallega veiðistaði og fer vel um stangirnar 2 sem mega veiða svæðið. Í heimsókn okkar í ána nú í vikunni lönduðum við 2 flottum löxum, 77 og 80cm löngum, og misstum nokkra til viðbótar. Að auki tóku nokkrir smáir urriðar fluguna. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá vikunni.
Stangardagurinn í Fossá er á kr. 28.000 fram til 15. sept en eftir það er hann á kr. 25.000. Stangirnar 2 eru seldar saman. Hægt er að senda póst á Guðmund Atla til að fá upplýsingar um lausa daga – [email protected]
{gallery}fossa{/gallery}