Búðardalsá á Skarðströnd er ein af betri laxveiðiám landsins. Veiði er leyfð bæði á maðk og flugu, mestan hluta tímabilsins og veitt er á 2 stangir. Meðalveiði pr. stöng hefur verið með því mesta sem við þekkjum undanfarin ár og svo virðist sem árið í ár verði með svipuðu sniði. Nú í dag eru komnir 209 laxar á land en aldrei hefur áður gerst að áin hafi verið komin yfir 200 laxa í júlí. Áin er full af fiski þessa dagana.
Síðustu holl hafa verið að veiða mjög vel í Búðardalsá. Hollið sem hætti í dag á hádegi var með 37 laxa á þremur dögum. Hollið sem var á undan því, var með 36 laxa á tveimur dögum. Útlitið er mjög gott því kunnugir segja að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikið að laxi í ánni.
Hér inni á veiða.is eru fjögur september holl í Búðardalsá. Þar af tvö helgarholl. Þessi tími hefur jafnan verið frábær í ánni og er alveg ljóst að mikið þarf að gerast til að svo verði ekki einnig núna. Sjá nánar hérna. Sendið póst á [email protected] eða hringið í síma 897 3443 ef ykkur vantar frekari upplýsingar.