Laxá á Refasveit er 3 stanga laxveiðiá sem á upptök sín í Laxárdal og er alls um 22km að lengd. Áin fellur í sjó nokkuð norðan við Blönduós. Veiðin síðustu 4 sumur hefur verið á bilinu 200-350 laxar en sumarið í sumar stefnir í að vera metsumar í ánni. Vatnsbúskapur hefur verið mjög góður í sumar og mikið af laxi hefur gengið í ána. Veitt er með flugu og maðki í Laxá á Refasveit.

Nú þegar eru komnir um 300 laxar á land og ef tekið er mið af því hvernig veiði skiptist almennt í ánni yfir sumarið, þá kæmi ekki á óvart ef veiðin færi hátt í 500 laxa. Ekki er mikið um laus holl í ánni en 26-28. sept er skráður hér inni á veiða.is en svo er möguleiki á að eitt annað holl losni á næstu dögum. Áhugasamir sendi póst á [email protected]

[email protected]