Fremri Laxá er án efa ein albesta urriðaá landsins. Gríðarlegur fjöldi fiska veiðist á hverju ári. Veitt er að hámarki með 3 stöngum í Fremri Laxá á hverjum degi og Leyfilegt agn er fluga. Við Fremri Laxá hafa margir veiðimenn tekið sín fyrstu fluguköst og óvíst að betri „kennslusvæði“ sé hægt að finna á landinu. Áin er mátulega stór og mjög fjölbreytt. Á hverju ári veiðist einnig töluvert af laxi, sérstaklega þegar líður á veiðitímann.
Seld eru 2-3 daga holl þar sem Veiðimenn mæta um miðjan dag og hætta veiðum á hádegi á seinni/síðasta veiðidegi. Hérna má finna Upplýsingar um lausu hollin ásamt verði fyrir dagana.