Góðar fréttir berast frá veiðisvæðum Lax-á þessa dagana. Þennan 98 cm lax veiddi Stefán Sigurðsson í Víðidalsá í vikunni en að sögn þá er lax útum alla á og fínar göngur að koma inná hverju flóði. Stefán fékk þennan lax í Harðeyrarstreng á Sunray.
Síðasta holl var með 72 laxa í Ytri Rangá þannig að hún er að detta í gang þessa dagana. Smá laxinn er komin í aflann þó mikið veiðist enn af bolta fiski. Skjálfandafljótið heldur áfram að gefa vel en síðasta vika skilaði 55 löxum. Svo bárust fréttir af 10 laxa morgunveiði í Ásgarðinum í Soginu. Aldeilis frábær veiði það.
Svo að lokum veiddust fyrstu laxarnir í Tungufljótinu og á Tannastaðatanga nú í vikunni. Ekki virðist vanta laxinn á þau svæði heldur veiðimenn. Stangardagurinn t.d. í Tungufjótinu er á ca. 30 þúst og töluvert laust næstu daga.
Nú er um að gera fyrir veiðimenn að skella sér í laxveiði, kanna lausa daga, græja sig upp af flugum og renna af stað.