Norðfjarðará hefur verið eitt af best geymdu leyndarmálum í stangveiðinni en hún er ein af 10 bestu bleikjuám landsins. Veiðin hefur í gegnum tíðina verið nokkuð jöfn og veiðist að jafnaði rétt um 700 bleikjur. Í fyrra var metveiði í ánni þegar 1.142 bleikjur og 11 laxar komu á land. Mikið af bleikjunni er á bilinu 3-5 pund. Nú í sumar,og ekki síst síðustu daga, hefur verið góður gangur í Norðfjarðaránni, þrátt fyrir að mikið vatn sé í ánni.

Nú eru komnar upp 200 bleikjur úr Norðfjarðarár og 1 lax. Veitt er á 3 stangir í ánni og leyfðilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Eitthvað örlítið er enn laust í ánni en þeim stöngum fer fækkandi.

[email protected]