Mikið af laxi er gengin uppí Þverá í Haukadal enda er vatn með albesta móti og reyndar hefur það verið aðeins of gott suma daga. Veiðin í Haukunni sjálfri er mjög fín þessa dagana og stórar göngur að koma inná hverju flóði. Hér inni á veiða.is er að finna daga í Þverá í Haukadal. Áin hefur verið nánast ósnert í sumar og því gæti það verið dásamlegt ævintýri að kíkja í ána. Hér er hægt að sjá þá daga sem eru lausir og hér er meira um Þverá í Haukadal.

 

 

Hér til hliðar er einn af stærri löxum sumarsins í Haukadalsá, 86 cm hrygna.Veiðimaður Þorgils Helgason.

[email protected]