Hlíðarvatn í Selvogi opnaði í gær. Mjög kalt var við vatnið, hiti rétt um og yfir frostmarki og norðan 6-8 m/s. Veiða.is hóf veiðisumarið sitt við vatnið í gærkveldi. Ein bleikja var skráð í veiðibókina í Árblikshúsinu og svipaða sögu var að segja frá öðrum við vatnið.
Vatnið var rétt rúm 1° í gærkveldi og lofthiti sá sami. Ein bleikja leit við flugu veiðimanns, en hún sleit sig lausa eftir stutta viðureign. Sú var í fæðuleit útvið Hlíðarey. Við munum fylgjast vel með veiðimönnum við vatnið á næstu dögum.
{gallery}hlidarvatn1mai{/gallery}