Veiðin í Hlíðarvatni hefur farið vel af stað í vor. Fyrsti veiðidagurinn í vatninu var að venju þann 1. maí. Aðstæður hafa verið fínar, fremur hlýtt og góðviðrasamt. Enginn einn tími er betri en annar í vatninu heldur fer veiðin yfirleitt eftir aðstæðum hverju sinni. Samt er það þó þannig að hver veiðimaður á sinn uppáhaldstíma í Hlíðarvatni. Maí og júní mánuður er að mestu seldur í vatninu en þó eru 5 dagar eftir í júní. Nú ætlum við að bjóða þeim sem ná sér í þessa lausu daga í júní, uppá aukadag í september, án endurgjalds. Sem sagt, ef þau kaupir einn þessara júní daga, þú fylgir einn septemberdagur frítt með. Hér má sjá um hvaða júní daga er að ræða.

 

[email protected]