Hörðudalsá er syðstur dala í Dalasýslu. Um hann rennur Hörðudalsá en dalurinn klofnar í Vífilsdal og Laugardal. Í gegnum tíðina hefur Hörðudalsáin verið afburða sjóbleikjá og í góðu sumri veiddust yfir 1.000 bleikjur í ánni. Hin síðari ár hefur bleikjuveiðin þó dregist töluvert saman líkt og í mörgum öðrum ám. Í nokkur ár hefur gönguseyðum verið sleppt í ánna og var til að mynda sleppt um 13.500 slíkum á árunum 2009 og 2010.
Sökum þess hversu róleg veiðin hefur verið undanfarin ár, þá var ástand árinnar kannað fremur seint í sumar eða ekki fyrr en komið var inní júlí. Strax þá uppgötvaðist að laxinn og bleikjan voru mætt í ánna og höfðu dreift sér vel um hana, meira að segja langt upp á fjall.
Ástundun í sumar hefur verið lítil í ánni en samt eru komnir um 40 laxar og um 45 bleikjur á land. Holl sem var að klára nú í dag var með 5 laxa og 8 bleikjur. Vatnsbúskapur árinnar hefur verið ágætur í sumar þó þurrt hafi verið. Mikill snjór var í fjöllum í vor og er hann enn að skila sér í Hörðudalsánna. Þó rignt hafi nokkuð á vesturlandi síðustu daga þá hefur lítið rignt við ána, þó töluvert hafi rignt ofar í dalnum sem hefur svo aftur skilað sér í ána. Hefur hún því vaxið nokkuð og segja staðarhaldarar að augljóst sé að nýr fiskur er komin í ánna og eru menn spenntir fyrir næstu dögum.
Töluvert er um lausar stangir í Hörðudalsá það sem eftir er sumars en út ágúst þá fást 3 stangir á verði 2ja. Kíkið endilega nánar á Hörðudalsánna hér inni á www.veida.is