Jæja, þá erum við koma yfir á seinni helming veiðitímabilsins þetta sumarið. Veiðin er víða búin að vera mjög góð, bæði lax- og silungsveiðin. Það eru ýmsir veiðimenn sem veiða meira á seinni hluta tímabilsins og aðrir sem veiða á fullu frá apríl og fram í október. Fyrir þá sem ekki er komnir með nóg af veiði, þá eru hér nokkrar tillögur að veiði í ágúst og september.

  • Laxá og Brúará – Flott 2ja stanga sjóbirtingssvæði. Veiðitímabilið er frá ágúst og fram í október. Verð pr. stöng er frá 15-25 þús.
  • Hlíðarvatn – Veiðin í Hlíðarvatni hefur verið mjög fín í sumar, ekki síst uppá síðkastið. Stutt að fara frá Reykjavík og ágætt hús sem fylgir með kaupum á veiðileyfum. Verð frá 6-8 þús fyrir báðar stangir + húsið.
  • Hafralónsá – Inni á veiða.is eru 3 holl í Hafralónsá til sölu en þessi á er ein mesta stórlaxaá landsins og þeir sem veiða í henni gleyma því seint. Kíkið á hollin og ekki síst myndirnar frá ánni.
  • Norðlingafljót – Frábær laxveiðiá í stórbrotnu umhverfi. Veiðitímabilið hefst í kringum 20. júlí og vertíðin lítur vel út. Fyrsta hollið veiddi 37 laxa á 4 stangir á 2 dögum.
  • Brúará – Júlí hefur verið góður í Brúará og nokkuð mikið af bleikju komið á land síðustu daga. Framundan er sá tími þegar laxinn fer að veiðast í auknu mæli, auk þess sem bleikjan er til staðar. Verðið fyrir hvern dag er kr. 3.300
  • Búðardalsá – Ein besta laxveiðiá landsins. Frábær 2ja stanga á sem hefur síðustu árin verið með eina bestu meðalveiði pr. stöng. Kíkið á lausu hollin hérna.
  • Refasveitin – Frábær laxveiðiá. Leyfilegt agn er fluga og maðkur og 3 stangir eru leyfðar. Verð pr. stöng er kr. 27.000
  • Fremri Laxá – Líklega einn besti staðurinn til að æfa fluguköstin og fá fisk í leiðinni. Algeng veiði eru 50-150 urriðar á 2 dögum. Verð pr. stöng er kr. 17.500. Laus eru 3 holl í September.
  • Ósasvæði Laxá á Ásum – Mjög skemmtilegt og gjöfult silungasvæði sem hver veiðimaður verður að prófa amk. einu sinni. Stöngin er á 10-17 þús. Lausir dagar í ágúst og sept.
  • Gufuá – Frábær veiði hefur verið í Gufuá í sumar og mikið af fiski er í ánni. Líklega er erfitt að finna ódýrari laxveiðiá. Stöngin er á kr. 10-15 þús. Lausir dagar í ágúst og sept.

Ef einhvern vantar tillögu að veiði seinnihluta sumars – sendið okkur línu á [email protected] og gefið upp fjölda veiðimanna og verð sem áætlað er að eyða – og við gerum okkar besta við að finna veiði við hæfi.

[email protected]