Nú er seinna stórstreymi júlí mánaðar í hápunkti og það er greinilega að skila fínum göngum uppí Hvolsá og Staðarhólsá og lónið sem þær renna saman í. Veiðimenn sem mættu seint í gær til veiða í Hvolsá og Staðarhólsá, voru búnir að ná 7 löxum á hádegi í dag og nokkrar bleikjur. Að sögn þeirra var lax að finna mjög víða og mikið af honum. (uppfært eh 25/7 – hollið endaði í 16 löxum)

Snemma í sumar voru gerðar lagfæringar á útfallinu úr lóninu og þær virðast hafa skilað góðum árangri. Laxinn sem situr neðst í lóninu er aðgengilegri og tekur hann betur en hann gerði í fyrra.

Við eigum nokkur laus holl framundan, m.a. næstu helgi en það holl er í endursölu hjá okkur vegna forfalla. Sjá laus holl hérna.