Hólsá er um 20 km löng lax og sjóbirtingsá sem nær frá ármótum Eystri Rangár og Þverár í Fljótshlið og niður að sjó. Um Hólsá fer allur lax sem er á leið í Eystri og Ytri Rangá, en einnig uppí Þverá. Að auki er 25-30 þús laxaseiðum sleppt í Hólsá. Í ánni á einnig heima nokkur sterkur sjóbirtingsstofn og algengt er að birtingar á bilinu 12-16 pund veiðist í ánni. Leyfilegt er að veiða á flugu, spún og maðk í Hólsá. Veiðihúsið veið Hólsá er stórglæsilegt, búið 6 2ja manna herbergjum sem hvert og einn er með sér salernig og sturtu.
Við erum með nokkur laus holl í Hólsá nú í sumar og haust. Veitt er á 6 stangir í ánni og eru 3 til 6 stangir seldar saman. Veiðin í Hólsá getur oft verið ævintýralega góð, eins og margir veiðimenn þekkja. Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að senda póst á veiða.is eða hringja í númer 897 3443.
{gallery}holsa{/gallery}