Það styttist óðfluga í að laxveiðivertíðin hefjist. Fiskifræðingar virðast vera nokkuð sammála um að það sumar sem er framundan gæti verið vel yfir meðallagi, hvað fiskigengd varðar uppí laxveiðiárnar – en óvissan er að sjálfsögðu nokkuð mikil þó að skilyrðin hafi verið góð í fyrravor þegar stórir árgangar gengu til sjávar. Laxveiðitímabilið hefst formlega í byrjun júní og hér inná vefnum erum við með lausa daga í nokkrar af bestu laxveiðiám landsins, í júní og byrjun júlí.
Blanda I og Blanda I, II og III
Við eigum nokkrar stangir lausar í hollið 7-9. júní í Blöndu I. Stórstreymisholl.
Frá 24. júní þá eru Blanda I, II og III seld saman og veidd saman í róteringu. Frábær kostur til að veiða þessi fjölbreyttu veiðisvæði þegar lax er að ganga á fullu þar í gegn, snemmsumars. Hérna má sjá lausa daga og verð.
Veiðin hefst í Norðurá í byrjun júní og Norðurá, ásamt Blöndu eru þær 2 veiðiár þær sem starta veiðitímabilinu formlega hvert ár. Stofnar þessara áa mæta venjulega snemma til leiks. Hér á vefnum má finna stangir í 2 hollum í júní,
15-18. júní þar sem stangardagurinn er á kr. 73.600 með afslætti og
21-24. júní þar sem stangardagurinn er á kr. 93.600 með afslætti. Þetta er einnig stórstreymisholl.
Við eigum örfáa daga lausa á Munaðarnessvæðið í júní. Seldir eru stakir dagar, frá morgni til kvölds. Leyfðar eru 3 stangir og eru þær seldar saman í pakka á mjög sanngjörnu verði. Sjá hér.
Við eigum lausar stangir inná nokkra daga í Eystri Rangá í júní. Stangardagurinn á kr. 50.000. Heilir dagar, hefðbundinn veiðitími. Sjá hér.
Við eigum lausar nokkrar stangir í byrjun júlí, áður en gistiskylda hefst. Sjá lausa daga og verð hérna.
Eigum nokkrar vaktir lausar á Vesturbakka Hólsár í júní og byrjun júlí. Fluga, maðkur og spúnn. Sjá hér.
Hér inná vefnum má finna stangir í fyrsta helgar og stórstreymishollinu í Jöklu í júlí. Stórstreymi og stórir laxar. Sjá hér.
Eigum lausa nokkra daga að Syðri Brú í Soginu í lok júní og í byrjun júlí. Nokkrir stórstreymisdagar meðal annars. Sjá hér.
Lausir dagar í Gufuá í lok júní og byrjun júlí. Stangardagurinn frá kr. 18.500 í júní. Stakir dagar, en veiðimönnum stendur til boða að dvelja í litlu veiðihúsi við ána, kvöldið fyrir veiðidag. Maðkur og fluga. Sjá hér.







