Við höfum í all nokkur skipti sagt ykkur frá góðum gangi í Gufuá í Borgarfirði. Áin er í vefsölunni hér á veiða.is og því fylgjumst við nokkuð vel með gangi mála þar. Veitt er með 2 stöngum í ánni og leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Fyrr í júlí hafa komið dagar þar sem 9, 10 og 14 laxar hafa komið á land en gærdagurinn var líklega metdagur í ánni.

Gylfi Jón Gylfason var með aðra stöngina í gær í félagi við annan veiðimann að nafni Guðrún Guðmundsdóttir. Vatnbúskapur Gufuár er með besta móti þessa dagana, þökk sé mikilli rigningu í allt sumar. Við gefum Gylfa orðið: „Guðrûn var búin að fara 2 svar í ána áður en ekki gengið vel. Mikið vatn var í ánni. Við ákváðum því að sneiða hjá þekktari veiðistöðum árinnar og kasta á staði sem að öllu jöfnu eru fisklausir. Það er skemmst frá því að segja að þetta endaði sem mikið ævintýri og met var slegið í ánni. fra kl. 07-1300 settum við í yfir 20 laxa og lönduðum 14. Á sama tíma setti hin stöngin í amk 1 lax og landaði á hefðbundnari veiðislóðum. Aldrei áður hafa veiðst fleiri laxar í ánni á einum degi.“ Af þeim 14 sem þau lönduðu fengu 7 að fara aftur í ána. Við höfum ekki enn fengið staðfestar tölur á afla eftir hádegi í gær.

Gufuá fór yfir heildarveiði síðasta árs fyrir síðustu helgi og því ljóst fyrir nokkru að þetta sumar verður með þeim betri í ánni. 

Allir júlí dagar eru seldir í Gufuá en þegar komið er inní ágúst má finna lausa daga. t.d. eru dagarnir 5-9. lausir. Verð fyrir hvern stangardag er kr. 15.000 á þeim tíma. Hér fyrir neðan er nokkrar myndir frá ánni nú í gær og fyrra í sumar.

{gallery}gufua2{/gallery}

[email protected]