Norðfjarðará er ein af perlum austurlands. Áin hefur undanfarin ár skipað sér meðal 10 bestu bleikjuáa landsins. Að jafnaði veiðast um 700 bleikjur á sumri og á bilinu 30-40 laxar. Veitt er á 3 stangir í Norðfjarðará.
Í Norðfjarðará er leyfð veiði með flugu, maðk og Spún. Samtals eru um 20 merktir veiðistaðir í ánni auk fjölmargra sem ekki eru merktir en eru breytilegir milli ára. Áin er yfirleitt mjög vel sótt af heimamönnum framan af sumri og á þeim tíma er lítið um lausar stangir. Veiði í ánni hefur gengið vel í sumar, þótt færri laxar séu komnir á land heldur en oft áður á þessum tíma. Nú eru rúmlega 500 bleikjur komnar í veiðibókina og 3 laxar.
Norðfjarðará er í uppáhaldi mjög margra og reyna þeir að fara í hana amk einu sinni á hverju sumri. Nú er sá tími komin að meira er um lausar stangir í ánni og hvetjum við þá sem eiga leið hjá, að kíkja í Norðfjarðará ef þeir hafa tíma.
Meðfylgjandi er mynd af morgunafla hjá Ásgeiri Ólafssyni sem hann náði nú í síðustu viku í Norðfjarðará.