Við sem lifum og hrærumst í þessum veiðiheimi, erum alltaf að leita af nýju og spennandi veiðidóti til að leika okkur með. í gegnum árin hefur eitt og annað komið fram sem hefur fengið hjartað til að slá hraðar og það gerir þetta nýja dót einnig. Nú í nóvember var að koma á markaðinn ný tegund af myndavél (Water Wolf underwater camera UW 1.0) sem gerir veiðimanninum kleift að taka upp vídeó sem sýnir hvað er að gerast undir yfirborðinu og hvaða viðbrögð spúnninn, beitan eða flugan fær þegar veitt er. Myndavélin er fest á línuna og tekur mynd af agninu öllum stundum. Sjón er sögu ríkari, kíkið á myndbandið hér að neðan:

{avsplayer videoid=199 playerid=1}

Þessi myndavél er í dag vinsælasta nýja veiðidótið í Evrópu og kannski heiminum öllum. Hægt er að fá þessa vél hérna á veiða.is ásamt fylgihlutapakka. Vélin sjálf kostar kr. 26.995 – Hér má finna nánari upplýsingar.

Þessi vél er klárlega jólagjöf veiðimannsins í ár.

Hægt er að panta vélina með því að senda póst á [email protected]

[email protected]