Eitt af þeim veiðisvæðum sem nú voru að „opna“ í vikunni er Borgarsvæðið í Ytri Rangá/Hólsa – Við fengum fréttir af því í vikunni hvernig opnunin var í Ytri Rangá, en Borgarsvæðið kemur í framhaldi af neðsta svæðinu í Ytri Rangá. Fyrstu 2 1/2 dagurinn á Borgarsvæðinu gaf 32 laxa og voru laxar að veiðast á öllum veiðistöðunum á svæðinu. Veiðimenn sem stóðu vaktina sögðu að það hefði verið gríðarlega mikið líf og augljóst að mikið af fiski væri á ferðinni um svæðið.

Nú í framhaldinu munu göngurnar uppí Ytri og Eystri Ranga aukast enn frekar og því ljóst að góður timi er framundan á Borgarsvæðinu. Það er eitt laust holl í júlí á svæðinu, sjá verð og dagsetningar hérna.