Lausir dagar á Silungasvæði Miðfjarðarár eru nú komnir á netið hjá okkur. Svæðið hefur verið í sölu á vefnum í nokkur ár, og yfirleitt selst nánast upp. Verði er stillt í hóf en dagurinn, 3 stangir + hús, er á kr. 65.000 í júní, júlí, ágúst og fram í miðjan september en þá lækkar dagurinn í kr 45.000. Á svæðinu veiðist bleikja, urriði, sjóbirtingur og lax.
Silungasvæði Miðfjarðarár er 3 km langt veiðisvæði sem nær frá veiðistað 117 Tjarnarhyl og niður að ósi Miðfjarðarár.
Veitt er með 3 dagsstöngum á svæðinu og eru þær seldar saman. Veitt er frá morgni til kvölds og er veiðimönnum heimilt að koma í veiðihúsið eftir kl 22:00 kvöldið fyrir veiði
Ágætt veiðihús fylgir svæðinu með svefnaðstöðu fyrir 6 manns. Góð sturtuaðstaða er í húsinu
Veiðimenn þurfa að hafa með sér sængur/svefnpoka, borðtuskur, handklæði.
Allur helsti útbúnaður er til staðar til eldunnar einnig er grill við húsið
Veiðimenn er hvattir til að ganga vel um veiðihúsið og þrífa vel við brottför og taka með sér allt rusl.
Veiðihúsið er staðsett neðan við veginn rétt áður en ekið er yfir brúnna yfir Vesturá.
Leyfilegt agn er fluga. Sleppiskylda er á laxi, 70 cm og stærri.