Sjóbirtingsvertíðin er farin formlega af stað. September og október hafa jafnan verið besti sjóbirtingstíminn en víða veiðist einnig vel í ágúst. Hollið sem kláraði í gær í Eldvatni í Meðallandi náði samtals að landa 32 fiskum, þrátt fyrir afleitt veður: mikið rok og mikla rigningu. Algengasta stærð þeirra fiska sem þeir náðu var á bilinu 60-65cm en sá stærsti var 85cm langur.

Það eru 4 laus holl í Eldvatni nú í september og eru seldar stakar stangir, þ.e. ekki þarf að kaupa allt hollið. Hér má sjá hvað er laust.

[email protected]