Nýjar veiðitölur voru birtar úr Veiðivötnum í vikunni. Tölurnar voru úr viku 3 í vötnunum. Skv. vef veiðivatna komu 1.685 fiskar á land í vikunni, 749 urriðar og 936 bleikjur. Mest veiddist í Langavatni, 312 fiskar. Nýjavatn gaf 244 fiska og Litlisjór gaf 233 urriða. Alls hafa 6.168 fiskar komið á land í vötnunum það sem af er sumar sem er nokkru minna en undanfarin ár. Mestu munar þar um lakari veiði í Litlasjá.
Áhugavert er að bera saman veiði í 3. viku nú í sumar og fyrir ári. Í fyrra gaf Litlisjór 980 urriða í þessari viku en einungis 167 bleikjur voru skráðar í þeirri viku í fyrra í Langavatni. Í heildina komu 2.269 fiskar á land í 3. viku í fyrra og þá var heildarveiðin komin í um 8 þús fiska.
Nánar inni á veidivotn.is