Veiðin í Veiðivötnum heldur áfram. Eftir kulda framan af sumri, þá tók við sannkölluð hitabylgja síðustu viku en hitinn innfrá fór í nokkur skipti í +25°C. Nýjar tölur komu í vikunni og þar segir m.a.:“ Í fimmtu veiðivikunni (17. – 23. júlí) veiddust 1349 fiskar, 700 urriðar og 649 bleikjur. Alls hafa 9199 fiskar komið á land í vötnunum það sem af er sumri. Í vikunni veiddist best í Nýjavatni, 441 fiskur. Litlisjór var næst með 363 fiska. Meðalþyngd fiska er 2.06 pd. sem telst mjög gott, sérstaklega þar sem stór hluti aflans er bleikja. Hæst er meðalþyngdin 5.37 pd í Grænavatni. Stærsti fiskurinn það sem af er veiðitímanum er 12.4 pd urriði úr Grænavatni.

Þess má geta að eftir 5. viku í Veiðivötnum í fyrra var í heild búið að veiða rúmlega 12 þús fiska úr vötnunum.

Hér, inni á veidivotn.is, má sjá nánari upplýsingar um stöðuna í einstökum vötnum.

[email protected]