Nú eru einungis tvær vikur í að veiðin hefjist í fyrstu laxveiðiánum hér á landi. Veiði hefst þó í flestum ánum um og eftir 20. júní. Það er ekki úr vegi á þessum tímapunkti að rifja upp nokkra af þeim stórlöxum sem komu á land í fyrrasumar. Það er ánægjulegt til þess að vita að langflestir þeirra fengu að synda aftur útí hylinn, að myndatöku lokinni. Myndirnar eru m.a. úr Svalbarðsá, Vatnsdalsá, Vesturdalsá, Laxá í Kjós, Straumfjarðará, Hofsá, Elliðaánum, Haukadalsá, Blöndu og Laxá í Aðaldal.

{gallery}2013laxar{/gallery}

[email protected]