Álftá á Mýrum er nú boðin út til næstu 3ja eða 5 ára. Álftá er 2ja stanga lax- og silungveiðiá sem hefur verið mjög vinsæl og átt sinna fasta kúnnahóp til margra ára. Erfitt hefur verið fyrir „nýja“ veiðimenn að komast að í Álftá og hefur biðlistinn stundum verið langur.

Hægt er að óska eftir úboðsgögnum með því að senda póst á buvangur hjá emax.is. Frestur til að skila inn tilboðum er til kl. 14:00 þann 27. nóvember og skal skila tilboðum til formanns veiðifélags Álftár á Mýrum, Halldórs Gunnlaugssonar.

Veiðin í Álftá hefur sveiflast mikið síðustu árin. Á síðustu 8 árum hefur veiðin í tvígang verið um 650 laxar en þrisvar hefur hún verið undir 200 löxum, minnst var veiðin nú í sumar þegar 109 laxar voru skráðir í veiðibókina í Álftá. Töluvert af birtingi hefur einnig veiðst í Álftá. Veitt hefur verið á flugu og maðk í ánni.

[email protected]