Enn eitt útboðið hefur nú litið dagsins ljós. A-deild Veiðifélags Skjálfandafljóts óskar eftir tilboðum í lax- og silungsveiði á starfssvæði félagsins árin 2014-2016, að báðum árum meðtöldum. Um er að ræða 6 laxveiðistangir og 10 silungsveiðistangir.

Skjálfandafljót hefur verið á forræði Lax-á síðustu 2 sumur en samingur var gerður um leigu á svæðinu í upphafi árs 2012. Sá samningur var til og með 2015.

Það að Skjálfandafljót hverfi nú úr höndum þeirra Lax-ár manna er líklega hluti af þeirri endurskipulagningu sem m.a. Árni Baldursson hefur sagt að sé nauðsynlegur fyrir starfsemi Lax-á. Hvort þetta sé síðasta svæðið sem hverfur af hlaðborði Lax-á þennan veturinn, mun tíminn leiða í ljós.

Hér má sjá upplýsingar um Skjálfandafljót.

[email protected]