Í gær sögðum við frá veiðimanni sem var við veiðar í Hlíðarvatni í Selvogi. Það sem vantaði með fréttinni var mynd af bleikjunni vænu sem minnst var á. Hér er hún til hliðar. Reyndist hún 55 cm og 4,5 pund. Veiðimaðurinn heitir Einar Falur. Þess má geta að Einar náði sér í Rod Clip hjá veiða.is fyrr í vetur og hrósaði hann græjunni í hástert. Kom hún að góðum notum þegar skipt var um taum út í vatni og einnig þegar gengið var um hraunið meðfram vatninu en þá var stönginni komið fyrir í græjunni og höndunum haldið heitum á meðan.

Hér er hægt að fá upplýsingar um Rod Clip og Trash Fish. Þessar græjur eru á betra verði fyrir þá sem skráðir eru á póstlista veiða.is

[email protected]