Brúará er önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins, hún er lindá og vatnasvæðið um 700 KM2, rennsli mjög jafnt eða um 67 rúmmetrar á sek.  Lengd hennar er 44 km.+

Veiði í Brúará er stunduð frá nokkrum bæjum,  lax og silungsveiði á stöng.  Silungurinn er bæði sjógenginn og staðbundinn 0.5 til 2 kg að þyngd.  Lax gengur einkum í ágúst og september.

Veiðileyfin hérna eru fyrir landi Spóastaða og er leyfilegt að veiða að hámarki á 8 stangir á hverjum degi. Verð veiðileyfa er stillt í hóf, kosta kr. 5.000 stöngin á dag. Bókaðir eru stakir dagar, 1-8 stangir. Leyfilegt agn er flugu, maðkur og spúnn. Leyfið gildir á landareign Spóastaða, sem er á austur/norðurbakka árinnar.

kort-bruara

Ef þig vantar aðstoð við að ganga frá bókun, hafðu þá samband í síma 897 3443 eða sendu póst á [email protected]