Brunná í Öxarfirði

Ekki til á lager

Brunná í Öxafirði samanstendur í raun af þremur ám Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá rennur ofan af Laufskálafjallgarði og svæðinu vestan hans. Tunguá og Smjörhólsá eiga upptök sín vestan og sunnan við Hafrafell, þær sameinast og mynda Smjörhólsárfossa. Veiðisvæði Brunnár er um 10 km langt með um 45 merktum veiðistöðum en það skiptist í grunninn í tvö svæði. Neðra svæðið er býsna vatnsmikið og nær frá Smjörhólsárfossi og allt niður til sjávar. Smjörhólsárfossinn er rétt ofan við bæinn Leifsstaði. Efra svæðið, Gilsbakkaá, nær frá téðum fossi og upp að gamla bænum í Gilshaga.

Staðsetning – Brunná er í Öxarfirði, 155 km austur af Akureyri, 64 km austur af Húsavík og 6 km austur af Ásbyrgi.

Að jafnaði er veitt með 3 stöngum í Brunná en í vorveiðinni er veitt á 2 stangir og veiðisvæðið takmarkast þá við Smörhólsárfoss og niður fyrir ármót Sandár og Brunnár. Á vorin er veiðin oft mest niður í Sandá/Brunná en þar virðist mikið af stórum fiski halda fyrir, oft fram í lok maí eða byrjun júní. Sandá er kvísl úr Jökulsá á Fjöllum og hún litast yfirleitt á sumrin, en á vorin er mjög lítill eða enginn litur í ánni.

Stangirnar 2 eru seldar saman, stakir dagar.

Hér að neðan fá finna opnunarholl í Brunná – Frábært tækifæri fyrir vorveiðimenn til að setja í stóra fiska, bæði birtinga, bleikjur og urriða. Veiðihús er innifalið í verðinu, gisting frá 31/3-4/4 2019.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Vörunúmer: MYR-1-1 Flokkar: , ,