Eldvatn er í Meðallandi í vestur Skaftafellssýslu. Svæðið er um 270 km frá Reykjavík og um 15 mín akstur frá Kirkjubæjarklaustri. Eldvatn er mjög gott sjóbirtingssvæði. Veitt er með 6 stöngum að hámarki og leyfilegt agn er fluga. Á svæðinu veiðist aðallega sjóbirtingur en einnig stöku lax og bleikja. Veiðisvæðið er með þeim fallegri á landinu, með fjöldan allan af fjölbreyttum veiðistöðum.

Síðasta ár, 2019, skilaði um 500 birtingum þar sem um 150 fiskar voru lengri en 70 cm langir og þrír þeirra stærstu voru 90, 93 og 95 cm langir. Veiðitímabilið er hafið fyrir austan og þrátt fyrir að það sé núna harður vetur á veiðislóð, þá hafa flottir fiskar komið á land.

Staðsetning: Vestur Skaftafellssýsla, um 270 km frá Reykjavík. „Ekið er áleiðis til Kirkjubæjarklausturs og farið yfir brúna á Kúðafljóti síðan fljótlega tekinn afleggjari til suðurs/hægri niður í Meðalland.“
Fjöldi stanga: Heimilt er að veiða á 6 stangir og gildir veiðileyfið á vatnasvæði Eldvatns í Meðallandi, þó að undanskildum Steinsmýrarvötnum og vatnasvæði Botna.
Veiðitímabil: 1. apríl til 10. október.
Leyfilegt agn: Eingöngu er veitt á flugu og skal öllum sjóbirtingi sleppt.
Staðhættir og aðgengi: Vatnasvæði Eldvatns er um 20 km með um 40 merkum veiðistöðum. Erfitt aðgengi getur verið að sumum veiðistöðum og því best að vera á 4WD bílum.
Veiðihús: Á árbakkanum stendur glæsilegt veiðihús sem var tekið í notkun 2009. Húsgjald, kr. 7.000, er greitt fyrir hvert notað herbergi – innifalið er uppábuið og þrif.

Hér fyrir neðan eru leyfi í Eldvatni