Fljótaá er í Holtshreppi í Fljótum, um 400 km frá Reykjavík og um 24 km frá Siglufirði. Veiðisvæði árinnar er um 5 km langt með 65 merktum veiðistöðum. Aðgengi að ánni er almennt gott og er auðveldlega hægt að fara um á fólksbílum en sumstaðar er eilítill gangur að veiðistöðum. Veitt er á 4 stangir og er ánni skipt i 4 svæði og er veitt á eina stöng á hverju þeirra.
Veiðihúsið Bergland er sjálfsmennskuhús en þó með uppábúnum rúmum og er þrifið eftir hvert holl. Húsið er ekki ætlað til afnota fyrir aðskilda hópa eða einstaklinga þar sem það hefur misstór herbergi, eitt salerni (m. sturtu) og sameiginlegt eldhús og setustofu. Aðskildir hópar geta þó vel unað sér þar ef sátt ríkir um þetta. Herbergin eru 5:
• 1 rúmt tveggja manna herbergi með pláss fyrir auka svefnbedda
• 2 lítil tveggja manna herbergi
• 1 tveggja manna herbergi með auka koju
• 1 eins manns herbergi með queen size rúmi
Aðeins má veiða á flugu með flugustöng og öllum laxi skal skilyrðislaust sleppt. Bleikju má hirða í hófi en æskilegt er að sleppa þeim stærstu.
Meðal skráð veiði í Fljótaá er í kringum 160 laxar og nálægt 2.000 bleikjur á sumri.
Húsgjald á mann á dag er kr. 5.000. Ef allar stangir eru bókaðar í einum pakka í holli, þá fellur húsgjaldið fyrir 4 veiðimenn niður.
.
.
ATH. Hér að neðan má finna lausar vaktir í Bleikjuveiði í Fljótaá í Júní. Seldar eru Stakar vaktir, max 3 stangir. Veiðimenn veiða á efstu 3 svæðunum og velja sér svæði þegar búið er að bóka, en suma daga er einungis hægt að bóka allar stangirnar í pakka. Veiðimenn hafa Ekki aðgang að veiðihúsinu með þessum leyfum.
Svæði 1 – Frá brú neðan við efri virkjun (7) niður að merki ofan Einbúa (25). (gamli farvegur Skeiðsár).
Svæði 2 – Frá og með Einbúa (25) að Nesvaði (41), skammt neðan Berghyls (40). Hægt er að aka að neðri virkjun að vestan eða að austan gegnt virkjuninni og ganga um svæðið þaðan. Göngubrú eru yfir ána ofan við Ausu (30). Vegarslóði liggur að Berghyl (40) að austan. Ofan við Berghyl er göngubrú.
Svæði 3 – Frá og með Girðingarhyl (42) til og með Kobbaskarðshyl (57). Vegarslóði liggur að Molastaðahyl (43) að austan. Ekki er bílfært víðar um svæðið. en gott er að leggja bíl við túnhliðið við Saurbæ og ganga að neðstu stöðum þaðan.