Almennar upplýsingar
Staðsetning: Á Mýrunum um 100 km frá Reykjavík
Veiðisvæði: Grjótá öll frá mörkum Hítarár að tveimur efstu veiðistöðum Grjótár 31 og 32 sem eru friðaðir. Hítará frá Úrhyl og upp að stíflu við Hítarvatn.
Tímabil: 19. júní til 21. september.
Veiðileyfi: Veitt er á 2 stangir í tveggja daga hollum frá hádegi til hádegis.
Daglegur veiðitími: 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00– 21.00.
Fjöldi stanga: 2 stangir seldar saman
Leyfilegt agn: Í Hítará II, Grjótá og Tálma er einungis leyft að veiða á flugu og nota til þess fluguveiðistangir. Kaststangir eru ekki leyfðar.

Veiðireglur: Leyfilegt er að drepa 2 laxa á meðan veiðitíma stendur þannig að hver stöng fer heim með hámark 2 laxa að veiðitíma loknum. Eftir það má veiða og sleppa. Öllum laxi yfir 70 cm skal sleppt.

Þetta er hin fullkomna veiði fyrir litla hópa og fjölskyldur. Eingöngu er veitt er á flugu í Hítará II og Grjótá. Rúmgott veiðihús fylgir veiðileyfum. Grjótá fellur í Hítará. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu og þarna er að finna marga veiðistaði sem henta vel fyrir alla fjölskylduna.

Hér að neðan má finna veiðileyfi í Grjótá og Hítará II

ATH – tilboð á dögum í ágúst