Efri-Haukadalsá  Fjölskyldu skemmtun með lax og silungsvon

Efri Haukadalsá spanna 11 kílómetra veiðisvæði, frá Hlaupagljúfrum að Haukadalsvatni.  Haukadalsá er í um 140 km fjarlægð frá ReykjavíkSvæði er mjög fjölbreytt, allt frá lygnum bökkum og í stórgrýtt gljúfur sem ber að varast þegar börn eru með í ferð. Aðgengi er frekar gott um svæðið og almennt lítið labb. Áin var ein af betri sjóbleikju ám landsins en bleikjuveiði hefur hnignað undanfarin ár og laxgengd aukist að sama skapi. Veiðihúsið að Snasagili fylgir öllum veiðileyfum og seldar eru tvær stangir saman í pakka. Allt að 8 manns geta sofið í húsinu og því fylgir rafmagnspottur. Töluvert líf getur verið í ósnum á ánni og þar ættu flestir að geta orðið varir við fisk. Sjóbleikja og lax gengur svo uppí ánna og ná þær göngur hámarki sínu um mánaðarmótin júlí/ágúst. Skyldu slepping er á öllum laxi og leigutakar í samvinnu við veiðifélagið hófu sumar 2020 10 ára fiskræktar átak til að stuðla að aukinni fiskgengd fyrir komandi kynslóðir veiðimanna.

Veiðisvæðið:

Veitt er frá Hlaupagljúfrum og niður að Haukadalsvatni. Veitt er á allt að tvær stangir frá tímabilinu 15. Júní til 15. September. Stefnt verður að flutningi laxa á efri svæði árinnar og til framtíðar er stefnt að því að gera Hlaupin fiskgeng. Meiri bleikjuvon er á neðri hluta árinnar.

Leyfilegt agn:

Eingöngu er veitt á flugu og öllum afla sleppt.

Veiðitími:

Veitt er frá kl: 07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00 nema eftir 12. Ágúst þá breytist seinni vaktin í 15:00 – 21:00. Á skiptidögum styttist lokavaktin um klukkustund. Hús skal yfirgefið hreint í síðasta lagi um klukkustund eftir að veiðitíma lýkur.

Veiðihús:

Veiðihúsið Snasagil stendur á jörðinni Leikskálar (sjá veiðikort), húsið er lítið og notalegt með svefnaðstöðu fyrir allt að 8 manns, (4 x kojur). Veiðimenn þurfa sjálfir að leggja til rúmföt eða svefnpoka. Sængur og koddar á staðnum, einnig eru helstu áhöld til eldamennskunnar. Veiðimenn leggja sjálfir til hreinlætisvörur og salernispappír.  Muna að þrífa gasgrill fyrir brottför og taka allt rusl.  Hægt er að fá keypt þrif í lok dvalar og eru upplýsingar um það að finna í húsi.  Við húsið er rafmagnspottur og gilda ákveðnar þrifareglur um hann og eru þær sýnilegar í húsi.

Leiðarlýsing að húsi: Frá norðurárdalnum er tekin afleggjari á vinstri hönd til Bröttubrekku og áleiðis til Búðardal. Beygt inn til vinstri rétt áður en ekið er yfir Haukadalsá, afleggjarinn er svo ekinn áleiðs meðfram Haukadalsvatni og er þá veiðihúsið á hægri hönd  innar í dalnum. (sjá kort)

Hér að neðan eru laus holl í sumar. Tveir til 3 dagar seldir saman, hád – hád.