ATH. Verðið er fyrir staka stöng.

Ármenn er eitt þeirra félaga sem leigir veiðirétt í Hlíðarvatni. Félagið var stofnað 28. febrúar 1973 og er eina fluguveiðifélag landsins. Félagið leigir út 3 stangir ásamt veiðihúsi, Hlíðarseli.

Stangirnar 3 sem Ármenn hafa yfir að ráða, eru seldar stakar eða allar í einum pakka. Ath: Ef stök stöng eða 2 stangir eru bókaðar, þá deila veiðimenn húsinu með þeim sem eru með hina eða hinar stangirnar á viðkomandi veiðidegi.

Leyfilegt Agn: Fluga og spónn.

Veiðihús: Stendur undir hlíðinni vestanverðri, upp af Botnavík. Þar er snyrting, tvö herbergi með 2 kojum hvort, svefnloft, eldhúsbekkur með gashellu, borðbúnaði og áhöldum, forstofa og gott úti-gasgrill. Taka þarf með sér rúmfatnað/svefnpoka, borðtuskur og viskastykki. Lyklar að húsi eru geymdir á krók við útihurðina.
Reglur: Húsinu skal skila hreinu til næstu veiðimanna eigi síðar en kl. 18:00 og taka með sér allt rusl. Athugið að lausaganga hunda við vatnið er stranglega bönnuð og séu hundar hafðir í húsinu mega þeir einungis dvelja í forstofurými. Veiði má einungis stunda frá landi og er veiði frá bát óheimil vegna ónæðis fyrir þá sem veiða frá landi. Þó er heimilt að nota belgbát (belly boat), nema inni á víkum, svo sem í Botnavík. Þeir veiðimenn skulu þó víkja fyrir veiðimönnum í landi og halda sig í 50 metra fjarlægð frá næsta veiðimanni.

Veiðimenn mega hefja veiðar kl. 18:00 kvöldið fyrir skráðan veiðidag og ljúka þeim sólarhring síðar. Að öðru leyti er veiðitími frjáls. Veiðimenn kvitti fyrir veru sína við vatnið í dagbók veiðihússins og skrái allan afla í veiðibók hússins.

Staðsetning: Í Selvogi, milli Krýsuvíkur og Þorlákshafnar. Vegalengd frá Elliðaárbrúm er rúmlega 60 km um Þrengsli en 55 km um Krýsuvík.
Veiðisvæði: Allt vatnið niður að brú á Suðurstrandarvegi utan hólmanna við Stakkavík sem eru friðaðir á varptíma fugla.

ATH. Verðið er fyrir staka stöng í einn dag, með afnoti af húsi.

ÁRMENN! Munið afsláttarkóðann fyrir Júlí-September. Ef þið lendið í vandræðum með kóðann, sendið póst á info@veida.is

Ef þig vantar aðstoð við að ganga frá bókun, hafðu þá samband í síma 897 3443 eða sendu póst á info@veida.is – einnig er hægt að bóka með því að senda póst á info@veida.is