Nú höfum við hjá veiða.is sett saman Hlíðarvatnsbox en það er hugsað ekki síst handa þeim sem sjaldan hafa sótt vatnið heim en vilja fá upplýsingar um ákjósanlegar flugur. Við fengum heilmargar ábendingar um góðar flugur frá unnendur vatnsins en einnig höfðum við til hliðsjónar bækling sem Stangaveiðifélagið Stakkavík gaf út um Hlíðarvatnið. Þar er listi yfir þær flugur sem gefið hafa vel í vatninu.

Alls ekki er um tæmandi lista að ræða. Boxið geymir 18 flugur sem er góður grunnur að flottu Hlíðarvatnsboxi.