Jökla I og Fögruhlíðará er 6-8 stanga svæði frá og með 1. júlí til 30. september, aðallega sem laxveiðisvæði þó að silungur veiðist áfram út allt sumarið. Um er að ræða Fögruhlíðará ofan þjóðvegar ásamt Jöklu við Hvanná niður til ósa en til svæðisins teljast í leiðinni einnig Kaldá, Laxá og Fossá sem renna í Jöklu úr norðri . Þetta er gríðarlega mikið og fjölbreytt svæði þar sem veitt er í miklu vatni í Jöklu og allt niður í litlar og nettar ár eins og Laxá, sem er mjög skemmtileg fyrir litlar einhendur, ásamt Fögruhlíðará.

Samtals er svæðið um 40 km langt og því verður afar rúmt um veiðimenn og miklir möguleikar á því að kanna ótroðnar slóðir. Þó er góð aðkoma að mörgum veiðistöðum og ekki þörf á að ganga langar vegalengdir víðast hvar. Eingöngu er leyfð fluguveiði í júlí og ágúst enda hentar svæðið ákaflega vel til þess.

Meðalveiði í Jöklu síðustu 5 ár er um 540 laxar..

Hér á veiða.is eru valin holl í Jöklu I til sölu.