Um er að ræða 2ja stanga veiðisvæði í landi Árbótar í Aðaldalnum miðjum. Svæðið er á austurbakka árinnar, á milli Nesveiða og Laxamýrarsvæða. aðgengi er gott og hægt er að leigja gott hús nálægt svæðinu, en það fylgir ekki. Á Svæðinu eru þekktir veiðistaðir eins og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengur, Höskuldavík, Bótastrengur og Langaflúð.

Urriðaveiðin er oft mjög góð á Árbótarsvæðinu en þegar kemur inní laxatímann, þá gerast ævintýrin – á hverju sumri og hausti veiðast alvöru drekar á Árbótarsvæðinu.

ALMENNAR UPPLÝSINGAR
Staðsetning: Norðurland. Árbót er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík.
Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá Höskuldarvík niður að Bæjarklöpp Árbótamegin.
Tímabil: 1. apríl – 20. sept.
Daglegur veiðitími: 07.00 – 13.00 og 16.00 til 22.00.
Fjöldi stanga: 2 stangir.
Leyfilegt agn: Einungis er leyfð fluguveiði.
Vinsælar flugur: Fyir urriðann: Ýmsar straumflugu, T.d. Black Ghost, Rektor og Nobbler. Gott er að nota kúluhausa en víða er mjög djúpt og því þarf langan taum. Fyrir Laxinn eru ýmsar klassískar laxaflugur mjög sterkar.

Veiðireglur: Sleppa þarf öllum laxi en 2 fiska kvóti er á urriða undir 40 cm á stöng á vakt.

Ef þig vantar aðstoð við að ganga frá bókun, hafðu þá samband í síma 897 3443 eða sendu póst á info@veida.is