Laxá í Aðaldal er ekki bara mjög góð laxveiðiá, heldur geymir hún einn sterkasta urriðastofn landsins. Fyrir neðan virkjun, efst og ofarlega í Aðaldalnum, má finna nokkur af albestu urriðasvæðum landsins. Hundruðir fiska veiðast á flestum þessara svæða á hverju sumri. Meðalstærð urriðans eru á milli 2-3 pund en á hverju sumri veiðast fiskar nærri 10 pundum og margir á bilinu 4-6 pund. Að auki veiðast samtals nokkrir tugir laxa á þessum svæðum á hverju sumri.

Hér á vefnum  má nú finna veiðileyfi á efstu svæðin, Presthvamm á austurbakkanum og Staðartorfu á vesturbakkanum og síðan einnig Múlatorfu og Syðra Fjall. Öll þessi svæði eru frábær urriðasvæði.

Hér að neðan má finna veiðileyfi í Laxá í Aðaldal, Múlatorfu svæðið.

Tímabil: 20/5 – 20/9

Fjöldi stanga: 3 stangir, stök stöng seld. 1 dagur í senn.

Agn: fluga

Daglegur veiðitími: 7-13 og 16-22. Seinni vakt er frá 15-21 eftir 15. ágúst.

Veiðisvæðið: Múlatorfa er miðhluti vesturbakka urriðasvæðanna neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal. Mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir. Veiðimönnum er skylt að skrá allan afla, einn fisk í hverja línu.

Veiðireglur: Sleppa þarf öllum laxi en 2 fiska kvóti er á urriða á stöng á vakt. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa stórum urriða.

Ef þig vantar aðstoð við að ganga frá bókun, hafðu þá samband í síma 897 3443 eða sendu póst á info@veida.is – einnig er hægt að bóka með því að senda póst á info@veida.is